Staðfestar Skráningar
Reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur tók gildi í nóvember 2022, í viðauka reglugerðarinnar er tiltekin sá atvinnurekstur þar sem skráningar er krafist. Skráning fer fram í gegnum vefsvæðið Ísland.is. Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili hefur fengið senda staðfestingu á skráningu. Heilbrigðiseftirlitið staðfestir skráningu, innheimtir skráningargjald og sinnir eftirliti með skráningarskyldri starfsemi. Árlegt eftirlitsgjald er innheimt samkvæmt gildandi gjaldskrá HNE hverju sinni.
Listi yfir skráningarskylda starfsemi
- Almenningssalerni.
- Bifreiða- og vélaverkstæði.
- Bifreiðasprautun.
- Bón- og bílaþvottastöð.
- Dýrasnyrtistofa.
- Dýraspítali.
- Efnalaug.
- Flugeldasýningar.
- Flutningur úrgangs, annar en flutningur úrgangs á milli landa og flutningur spilliefna.
- Framköllun, t.d. á ljós-, röntgen- og kvikmyndum.
- Framleiðsla á aukefnum og hjálparefnum fyrir matvælaiðnað.
- Framleiðsla á áfengi, gosdrykkjum og vatni.
- Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum.
- Framleiðsla á olíu og feiti.
- Framleiðsla glers, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Framleiðsla leirvara með brennslu, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Framleiðsla plasts, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Hársnyrtistofa.
- Hestahald.
- Kaffivinnsla.
- Kanínurækt.
- Kartöfluvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Kjötvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Kírópraktor.
- Lauksteikingarverksmiðja.
- Leðurvinnsla, önnur en í viðauka I og II með lögum nr. 7/1998.
- Meðhöndlun, blöndun og mölun á korni, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Meindýravarnir.
- Mjólkurbú og ostagerð, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Niðurrif mannvirkja, m.a. þar sem er asbest.
- Nuddstofa.
- Pappírsvöru- og pappakassaframleiðsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Prentun, þar sem er notkun á mengandi efnum.
- Ryðvarnarverkstæði.
- Sjúkraþjálfarar.
- Sólbaðsstofa
- Starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi.
- Starfsmannabústaðir.
- Steypustöð.
- Steypueiningaverksmiðja.
- Tannlæknastofa.
- Trésmíðaverkstæði, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Vefnaðar- og spunaverksmiðja.
- Vinnsla á hrájárni eða stáli, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
- Vinnsla gúmmís.
- Vinnsla málma, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998
Á vefsíðunni starfsemi.is er að finna lista yfir samþykktar skráningar.