Staðfestar Skráningar

Reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur tók gildi í nóvember 2022, í viðauka reglugerðarinnar er tiltekin sá atvinnurekstur þar sem skráningar er krafist. Skráning fer fram í gegnum vefsvæðið Ísland.is. Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili hefur fengið senda staðfestingu á skráningu. Heilbrigðiseftirlitið staðfestir skráningu, innheimtir skráningargjald og sinnir eftirliti með skráningarskyldri starfsemi. Árlegt eftirlitsgjald er innheimt samkvæmt gildandi gjaldskrá HNE hverju sinni.

 

Listi yfir skráningarskylda starfsemi 

  1. Almenningssalerni.
  2. Bifreiða- og vélaverkstæði.
  3. Bifreiðasprautun.
  4. Bón- og bílaþvottastöð.
  5. Dýrasnyrtistofa.
  6. Dýraspítali.
  7. Efnalaug.
  8. Flugeldasýningar.
  9. Flutningur úrgangs, annar en flutningur úrgangs á milli landa og flutningur spilliefna.
  10. Framköllun, t.d. á ljós-, röntgen- og kvikmyndum.
  11. Framleiðsla á aukefnum og hjálparefnum fyrir matvælaiðnað.
  12. Framleiðsla á áfengi, gosdrykkjum og vatni.
  13. Framleiðsla á ilmvatni og snyrtivörum.
  14. Framleiðsla á olíu og feiti.
  15. Framleiðsla glers, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  16. Framleiðsla leirvara með brennslu, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  17. Framleiðsla plasts, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  18. Hársnyrtistofa.
  19. Hestahald.
  20. Kaffivinnsla.
  21. Kanínurækt.
  22. Kartöfluvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  23. Kjötvinnsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  24. Kírópraktor.
  25. Lauksteikingarverksmiðja.
  26. Leðurvinnsla, önnur en í viðauka I og II með lögum nr. 7/1998.
  27. Meðhöndlun, blöndun og mölun á korni, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  28. Meindýravarnir.
  29. Mjólkurbú og ostagerð, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  30. Niðurrif mannvirkja, m.a. þar sem er asbest.
  31. Nuddstofa.
  32. Pappírsvöru- og pappakassaframleiðsla, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  33. Prentun, þar sem er notkun á mengandi efnum.
  34. Ryðvarnarverkstæði.
  35. Sjúkraþjálfarar.
  36. Sólbaðsstofa
  37. Starfsemi þar sem notað er kælikerfi sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni sem og þjónusta við þau kerfi.
  38. Starfsmannabústaðir.
  39. Steypustöð.
  40. Steypueiningaverksmiðja.
  41. Tannlæknastofa.
  42. Trésmíðaverkstæði, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  43. Vefnaðar- og spunaverksmiðja.
  44. Vinnsla á hrájárni eða stáli, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  45. Vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998.
  46. Vinnsla gúmmís.
  47. Vinnsla málma, önnur en í viðauka I með lögum nr. 7/1998

Á vefsíðunni starfsemi.is er að finna lista yfir samþykktar skráningar.