Loftgæði

Á starfssvæði HNE eru staðsettar nokkrar loftgæðamælistöðvar. Umhverfisstofnun og Akureyrarbær reka mælistöð við Strandgötu á Akureyri sem staðsett er við menningarhúsið Hof. Unnið er því að fjölga loftgæðamælum á Akureyri. Landsvirkjun rekur mælistöðvar við Voga og Reykjahlíð í Mývatnssveit á Reykjaheiði og við Eyvindarstaði í Kelduhverfi. PCC starfrækir tvær mælistöðvar, á Húsavíkurleiti og í Héðinsvík á Tjörnesi. Niðurstöður úr mælistöðvunum er aðgengilegar á vefnum loftgæði.is

Nánari upplýsingar loftgæði má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunnar

 

Aðgerðaráætlun Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra í umhverfis- og loftslagsmálum

Samþykkt 22. nóvember 2021

 

Viðbragðsáætlun til að bæta loftgæði utandyra

Skammtímaaðgerðir til að draga úr loftmengun

Samþykkt 20. september 2023