Markmið

Markmið Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur það markmið að búa almenningi heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi, s.s. með því að efla öryggi matvæla og þjónustustarfsemi og með því að fyrirbyggja mengun í umhverfinu.

Þessu er framfylgt með:

- Almennri fræðslu og forvarnarstarfi

- Vöktun og rannsóknum

- Samvinnu við önnur yfirvöld og hagsmunaaðila

- Með eftirliti, kröfugerð og eftirfylgni