Spurningalisti vegna umsóknar um tímabundna matvælaframleiðslu, þar sem starfsleyfisskilyrðin koma fram í III. kafla EB- reglugerðar nr. 852/2004 um hollustuhætti er varða matvæli (innleiðingarreglugerð nr. 103/2010).
Eigandi/forráðamaður skuldbindur sig til að sjá svo um að starfsemi og rekstur fyrirtækis sé í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga nr. 93/1995 um matvæli þegar um matvæli er að ræða og laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni eftir því sem á. Jafnframt skal hlíta ákvæðum matvælareglugerðar, hollustuháttareglugerðar og mengunarvarnareglugerðar og annarra laga og reglugerða er starfsemina varða.