Sótt er um leyfi til tóbakssölu skv. 8. gr. laga nr. 6/2002 um tóbaksvarnir, með síðari breytingum. Þar segir m.a. "Til þess að selja tóbak í smásölu þarf sérstakt leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði. Skal leyfi veitt til fjögurra ára í senn og verður einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum um verslunarvinnu. Heimilt er sveitafélögum að innheimta gjald fyrir leyfi og eftirlit með starfsemi leyfishafa að fenginni umsögn heilbrigðisnefnda".Athygli er vakin á 2. og 6. grein laga nr. 28/1998 um verslunarvinnu en þar segir að atvinnustarfsemi skal skráð í samræmi við lög um fyrirtækjaskrá, firmu og prófkúruumboð og firmaskárritari lætur í té staðfestingu á því að verslun hafi verið kráð samkvæmt lögum þessum. Umsækjandi hefur kynnt sér lög um tóbaksvarnir og skuldbindur sig til að sjá um að starfsemin sé í samræmi við þau svo og aðrar reglur sem settar eru í samkvæmt þeim.