Gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir matvæla,- heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Norðurlandssvæðis eystra.

1. gr.

Af starfsemi sem háð er starfsleyfi eða eftirliti Heilbrigðiseftirlits Norðurlandssvæðis eystra, samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, lögum um matvæli nr. 93/1995 og lögum um tóbaksvarnir nr. 6/2002 með síðari breytingum og reglugerðum settum með stoð í framantöldum lögum er heimilt að innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.

  

2. gr.

Tímagjald                                                                                                            kr. 20.600

Gjald fyrir rannsókn á hverju sýni m.t.t. örvera og eðlisþátta.                             kr. 32.500

 

 Af eftirlitsskyldri starfsemi er aðildarsveitarfélögunum heimilt að innheimta árlegt gjald sem hér segir:

1. flokkur kr. 13.154   7. flokkur kr. 161.641
2. flokkur kr. 26.389   8. flokkur kr. 190.151
3. flokkur kr. 48.556   9. flokkur kr. 240.965
4. flokkur kr. 71.942 10. flokkur kr. 316.741
5. flokkur kr. 89.172 11. flokkur kr. 357.895
6. flokkur kr. 130.702 12. flokkur kr. 394.708

 

Flokkun eftirlitsskyldrar starfsemi kemur fram á fylgiskjali I með gjaldskrá þessari.

 

Sé starfsemi rekin skemur en 6 mánuði á ári eða að öðru leyti takmörkuð með svipuðum hætti er heilbrigðisnefnd heimilt að lækka gjaldið.

Ef starfsemi hefur haft samning við faggilta skoðunarstofu, hefur haft vottað gæðakerfi eða hefur rekið innra eftirlit með starfsemi sinni, sem heilbrigðisnefnd telur ganga lengra en reglur kveða á um, er heilbrigðisnefnd heimilt að lækka gjöld samkvæmt þessari grein.

Ef einungis hluti margþætts eftirlits með starfsemi fer fram, er heimilt að lækka eftirlitsgjald, sem því nemur.

3. gr.

Heimilt er að innheimta gjald fyrir eftirlitsskylda starfsemi og önnur verkefni og þjónustu sem hér segir

Ný starfsemi:

Starfsleyfisgjald                                                                                                                   kr. 30.900

og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks. ásamt auglýsingakostnaði ef við á

Endurnýjun starfsleyfis:                                                                                                     kr. 30.900        

Starfsleyfisgjald  og auglýsingakostnaður ef við á.

Fyrir skráningarskylda starfsemi skv. reglugerð 830/2022

Staðfesting á skráningu                                                                                                     kr. 30.900

og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks.

Fyrir leyfi útgefin vegna sölu á útimörkuðum, eða aðra skammtíma starfsemi

Starfsleyfisgjald                                                                                                                  kr. 20.600

og gjald skv. reikningi vegna undirbúnings, ferðar, úttektar og frágangs ef við á

Fyrir tóbakssöluleyfi

Leyfisgjald:                                                                                                                         kr. 41.200

 

Fyrir skipaskoðun                                                                                                              kr. 82.400

Fyrir umfangsmeiri skipaskoðun greiðist eins og um þjónustuverkefni sé að ræða

 

Vegna flutnings og geymslu á skráningarskyldum ökutækjum án skráningarmerkja, tækjum, kerrum, vinnuvélum, bátum og lausamunum sem fjarlægð eru í samræmi við heimild í samþykkt nr. 463/2002 um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

 

Gjald fyrir flutning (dráttargjald)                                                                                      kr. 32.000       

Gjald fyrir geymslu (geymslugjald)                                                                                   kr. 1.300 á dag

 

4. gr.

Heimilt er að fella starfsleyfi úr gildi ef eftirlitsgjöld skv. 2. gr. eru ekki greidd að undangengnum tilhlýðilegum fresti. Séu gjöld skv. 3. gr. ekki greidd fellur starfsleyfið sjálfkrafa úr gildi.

5. gr.

Gjald fyrir þjónustuverkefni greiðist samkvæmt reikningi.

Ef um aukin eftirlitsverkefni er að ræða, umfram reglubundið eftirlit og sýnatöku sem gert er ráð fyrir í eftirlitsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlandssvæðis eystra er heimilt að gera sérstakan reikning vegna þeirra, eins og um þjónustuverkefni sé að ræða.

 

6. gr.

Aðildarsveitarfélögin annast innheimtu eftirlitsgjalda. Heilbrigðiseftirlit Norðurlandssvæðis eystra innheimtir önnur gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, s.s. fyrir leyfi, vottorð, skráningu og þjónustuverkefni. Heilbrigðiseftirlitið gerir skrá yfir eftirlitsskylda starfsemi í samræmi við viðauka I sem fylgir gjaldskrá þessari og sendir viðkomandi aðildarsveitarfélagi.Um innheimtu gjalda fer samkvæmt 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

 

7. gr.

Innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til reksturs heilbrigðiseftirlitsins skv. 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

8. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra í samræmi við 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, 65. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 25. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, staðfestist hér með til að öðlast gildi við birtingu. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 8/2024.

 

 

Akureyri, 2.janúar 2025

F.h. heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra,

Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri

 

 

Gjaldskrá fyrir matvæla,- heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Norðurlandssvæðis eystra nr. 11/2025, með viðauka