Starfsleyfi skv. reglugerð 550/2018
Hér eru birtar upplýsingar um mótteknar umsóknir um starfsleyfi vegna starfsemi sem talin er upp í X viðauka reglugerðar 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Sem og tillögur að starfsleyfum vegna starfseminnar en heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillögurnar innan fjögurra vikna frá því að hún kemur fram. Hér er einnig að finna lista yfir útgefin starfsleyfi skv. sömu reglugerð, lista yfir undanþágur frá kröfum um starfsleyfi og lista yfir samþykktar skráningar skv. reglugerð 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir
Athugið að ekki er gerð krafa um sambærilega birtingu vegna umsókna og útgáfu starfsleyfa skv. matvælalögum eða reglugerð um hollustuhætti