Tilkynning til íbúa á Árskógssandi og Hauganesi
Tilkynning til íbúa á Árskógssandi og Hauganesi
Í framhaldi af aurskriðu og leysingum menguðust hluti af vatnsbólum sem þjóna Árskógssandi og Hauganesi og því var nauðsynlegt að beina því til viðskiptavina að sjóða vatn til beinnar neyslu.
Markvisst hefur verið unnið að úrbótum og skolað út í stofnæðum og vatnstanka og fylgst með vatnsgæðum.
Neysluvatnskerfið á Árskógssandi hefur náð að hreinsa sig.
Ennþá finnst mengun í neysluvatnskerfi á Hauganesi.
Íbúum á Hauganesi er ráðlagt að sjóða áfram allt neysluvatn (vatn til beinnar neyslu).
Takmörkunum á hefðbundinni vatnsnotkun á Árskógssandi er aflétt.
Gefin verður út ný tilkynning þegar ástandið á Hauganesi lagast.