Starfsleyfistillaga í auglýsingu: brennsluofn fyrir áhættuvefi frá sláturhúsi Norðlenska á Akureyri

HNE hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir brennsluofn til brennslu áhættuvefja úr sláturdýrum frá sláturhúsi Norðlenska ehf. á Akureyri. 

Starfsleyfistillagan mun liggja frammi til auglýsingar í Ráðhúsi Akureyrarbæjar og á skrifstofu HNE, Furuvöllum 1, til 10.ágúst nk. 

Tillagan er einnig aðgengileg hér.  

Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar:

1.  Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, auk forsvarsmanna og starfsmanna tengdrar eða nálægrar starfsemi.

2.  Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna hugsanlegrar mengunar.  

3.  Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir er málið varðar.

Skriflegar athugasemdir skal senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Furuvöllum 1, 600 Akureyri, eða á netfangið hne@hne.is

Frestur til athugasemda er til og með 10.ágúst 2016.