Slæm loftgæði í Eyjafirði í dag
30.10.2014
Mælingar í Naustafjöru á Akureyri sýna talsverða mengun af völdum SO2 í dag; fimmtudaginn 30. nóv.
Sjá leiðbeiningar í fyrri fréttum á heimasíðu HNE
Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Akureyri og samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum og er hún nú um 4000 míkrógrömm á rúmmetra. Sjálfvirkur loftgæðamælir á Akureyri er ekki tengdur við netið eins og er en unnið er að viðgerð. Hægt er að lesa af honum handvirkt og stóð hann í tæplega 4.100 míkrógrömmum fyrir skömmu. Sjá www.loftgaedi.is