Slæm loftgæði á Húsavík og nágrenni í dag, 4. nóv.

Nú mæl­ist styrk­ur brenni­steins­díoxíðs (SO2) á Húsa­vík og ná­grenni yfir 4800 míkró­grömm á rúm­metra og eru íbú­ar hvatt­ir til að kynna sér viðbrögð við SO2-meng­un á vefsíðunni www.loft­gædi.is og á vefsíðu al­manna­varna um eld­gosið, en þar má nálg­ast ýms­ar hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar um meng­un­ina frá Holu­hrauni. Send hafa verið út viðvör­un­ar­skila­boð í farsíma á Húsa­vík og ná­grenni.