Slæm loftgæði á Húsavík og nágrenni í dag, 4. nóv.
04.11.2014
Nú mælist styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Húsavík og nágrenni yfir 4800 míkrógrömm á rúmmetra og eru íbúar hvattir til að kynna sér viðbrögð við SO2-mengun á vefsíðunni www.loftgædi.is og á vefsíðu almannavarna um eldgosið, en þar má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um mengunina frá Holuhrauni.
Send hafa verið út viðvörunarskilaboð í farsíma á Húsavík og nágrenni.