Sjósundiðkendur og aðrir sem hyggja á útivist við strandlengjuna - áríðandi tilkynning
Vegna framkvæmda við fráveitukerfi Akureyrarbæjar mun verða slökkt á skólpdælustöðvum við Hafnarstræti, Torfunef, Laufásgötu og Silfurtanga mánudaginn 28.apríl nk.
Stefnt er að því að lokun dælustöðva vari ekki lengur en einn dag. Á meðan framkvæmdir standa yfir mun skólp fara út um yfirfallsútrásir í nágrenni við umræddar dælustöðvar og má af þeim sökum gera ráð fyrir umtalsverðri skólpmengun við strandlengjuna mánudaginn 28.apríl og næstu daga þar á eftir. Einnig má gera ráð fyrir að sandur í flæðarmáli verði töluvert skólpmengaður á umræddu tímabili.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra vill koma því á framfæri við sjósundiðkendur og aðra þá sem hyggja á útivist við strandlengjuna að sjór er ekki hæfur til sundiðkunar eða busls þessa daga.
Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast með ástandi sjávar við strandlengjuna og færa inn upplýsingar á heimasíðu embættisins á næstu dögum.