Sjósundiðkendur á Akureyri - nýjar mælingar komnar í hús
Sjósýni voru tekin á vegum Framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar þann 13.mars sl. úr flæðarmáli við Átak og Hof.
Niðurstöður sýna að magn saurkólíbaktería er yfir umhverfismörkum; við Átak mældust 130 bakteríur í 100 ml af sjó og undan flotbryggju við Hof mældust 240 bakteríur í 100 ml af sjó.
Umhverfismörk fyrir strandsjó í grennd við útivistarsvæði eru 100 saurkólíbakteríur í 100 ml af sjó eins og fram kemur í reglugerð nr. 798/1999, um fráveitur og skólp.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra getur af þessum sökum ekki mælt með sjósundi á umræddum stöðum.
Næstu sýnatökur eru fyrirhugaðar á vegum HNE í aprílbyrjun.