Niðurstöður sjósýna á athafnasvæði Nökkva, Akureyri
Niðurstöður sýna sem voru tekin á athafnasvæði Siglingaklúbbsins Nökkva við Akureyri mánudaginn 22. júní sýna að mengun í víkinni við flotbryggjur er nokkuð yfir mörkum, þ.e. 350 saurkólígerlar í 100 ml af sjó.
Sunnan við uppfyllingu mældust 49 saurkólíbakteríur í 100 ml af sjó.
Viðmiðunarmörk eru 100 saurkólíbakteríur í 100 ml af sjó þar sem útivistarsvæði eru í grennd, samkvæmt reglugerð nr. 796/1999, um varnir gegn mengun vatns.
HNE beinir þeim tilmælum til forsvarsmanna Siglingaklúbbsins Nökkva og almennings að forðast sjóböð og busl í víkinni þar til niðurstöður liggja fyrir um annað.
Sýni verða aftur tekin mánudaginn 29. júní.