Loftmengun vegna eldgosa
15.09.2014
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er að finna upplýsingar um áhrif loftmengunar vegna eldgosa; sjá:
http://www.ust.is
Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum
Magn SO2 | Lýsingar á loftgæðum | Ráðleggingar um aðgerðir | ||
μg/m3 | Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma ** | Heilbrigðir einstaklingar | ||
Góð | ||||
0-300 | Yfirleitt engin áhrif á heilsufar. | Getur fundið fyrir áhrifum | Engin áhrif á heilsufar | |
Viðunandi | ||||
300- 600 | Getur valdi óþægindum í öndunarfærum hjá einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma. | Farið með gát, fylgist með mælingum. | Áhrif á heilsufar ólíkleg. | |
Varasöm | ||||
600-3.000 | Einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Lítil vandamál hjá heilbrigðum. | Forðist áreynslu utandyra. | Áhrif á heilsufar ólíkleg en gagnlegt að draga úr áreynslu utandyra. | |
Óhollt | ||||
3.000-9.000 | Einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá öllum einstaklingum, einkum einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. | Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræsingu. | Forðist áreynslu utandyra. Þeir sem hafa tök á haldi sig innandyra, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. | |
Mjög óhollt | ||||
9.000-14.000 | Allir líklegir til að finna fyrir miðlungs- eða alvarlegum einkennum frá öndunarfærum. | Dveljið innandyra og loka gluggum. Slökkva á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. | Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. | |
Hættuástand | ||||
>14.000 | Alvarleg einkenni frá öndunarfærum líkleg. | Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. | Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. |
*Meðalgildi í 15 mínútur **Börn og fullorðnir með astma, berkjubólgu, lungnaþembu og hjartasjúkdóma.
Almennar ráðleggingar
- Andið sem mest með nefi
- Dveljið innandyra og lokið gluggum.
- Slökkvið á loftræstingu ef móða áberandi í umhverfi
- Lungna- og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk