Við eftirlit hjá "Matur og Mörk ehf." greindist Listeria monocytogenes í pakkningu af laxasalati. Fyrirtækið hefur því ákveðið að innkalla vöruna í varúðarskyni.
Innköllunin nær til allra pakkninga af laxasalati á markaði.
Upplýsingar um vöruna:
Vöruheiti: Laxasalat Framleiðandi: Matur og Mörk, Frostagötu 3c, 603 Akureyri Nettóþyngd: 200 gr Pökkunardagsetning: Allar pakkningar á markaði Geymsluskilyrði: Kælivara
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til fyrirtækisins eða í viðkomandi verslun. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem innköllun kann að valda neytendum.
Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm í mönnum og dýrum og nefnist hann listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og þá getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur listeriosis valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga með skert ónæmiskerfi.
Hjá flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á Listeriumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum Listeriu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.