HGH verk (Möl og sandur), Súluvegi 1, Akureyri, áminning heilbrigðisnefndar 4. des. 2013
HGH verk (Möl og sandur), Súluvegi 1, 600 Akureyri; áframhaldandi þvingunaraðgerðir vegna losunar á húsaskólpi í Glerá og fyrirhuguð áminning vegna skolun steypubíla í Glerá.
Möl og sandur – losun húsaskólps í Glerá
Heilbrigðisnefnd bókaði eftirfarandi:
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur ekki borist staðfesting á úrbótum á fráveitumálum Malar og sands (HGH Verks ehf.).
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra veitir hér með Möl og sandi (HGH Verk ehf.) áminningu í samræmi við 26.gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og mun hún verða birt á heimasíðu embættisins. Fyrirtækinu er veittur frestur til 25.desember nk. til úrbóta og/eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Beiting dagsekta í samræmi við 27.gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir verður haldið áfram þar til staðfesting á úrbótum hefur borist heilbrigðisnefnd.
Heilbrigðisnefnd vekur athygli á því að skv. 31.gr. laga nr. 7/1998 er Möl og sandi (HGH Verk ehf.) heimilt að vísa ágreiningi um ákvörðun heilbrigðisnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 4.gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Aðsetur úrskurðarnefndar er að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík.
Möl og sandur – skolun steypubíla í Glerá
Heilbrigðisnefnd bókaði eftirfarandi:
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur ekki borist staðfesting á úrbótum eða upplýsingar um fyrirhugaðar úrbætur varðandi skolun á tromlum steypubíla út í Glerá, en frestur til þess rann út þann 1.desember sl.
Af þeim sökum fyrirhugar Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra að veita fyrirtækinu áminningu í samræmi við 26.gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Jafnframt er fyrirtækinu veittur frestur til 26.desember nk. til úrbóta og/eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri.