Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. nóvember s.l. aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftlagsmálum fyrir Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
06.12.2021
Í aðgerðaráætluninni er m.a. stefnt að því að lágmarka notkun á jarðefnaeldsneyti með því að skipta út bifreiðum heilbrigðiseftirlits yfir í rafdrifna bíla, hafa orkusparnað í heiðri á vinnustað og draga úr myndun úrgangs. Hvetja til aukinnar umhverfismeðvitundar í samfélaginu með fræðslu og hvatningu til góðar verka s.s. er varða grænt bókhald, framkvæmd grænna skrefa og kolefnisjöfnunar vegna samgangna, úrgangs og orkunotkunar, sjá nánar í aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftlagsmálum í stiku „Um HNE“