Nýjar tölur fyrir sjósundiðkendur
18.06.2014
Saurkólíbakteríur innan umhverfismarka út frá flotbryggju við Hof.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tók sjósýni út frá flotbryggju við Hof þann 10.júní síðastliðinn. Niðurstöður sýna 13 saurkólíbakteríur í 100 ml af sjó, sem er vel innan umhverfismarka sem sett eru í reglugerð nr. 798/1999, um fráveitur og skólp. Umrædd umhverfismörk eru 100 saurkólíbakteríur í 100 ml af sjó þar sem útivistarsvæði og matvælaiðnaður er í grennd.